Frá nýsköpun til innblásturs
Þegar þróa á nýjar vörur eða þróa núverandi vörur enn frekar þarf að huga að tveim lykilþáttum til að fá góða niðurstöðu: Nýsköpun og innblástur. En hvað þýðir það?
Nýsköpun krefst innblásturs
Við vinnum með hugtakið á tvo vegu. Annars vegar vinnum við með nýsköpun þegar við þróum og bætum núverandi vörur. Það er gert t.d. með nýjum efnum, virkni, tísku og kröfu markaðarins. Á hinn bóginn reynum við alltaf að vera nýjungagjörn þegar við búum til nýja vöru. Fyrir okkur er þetta svo einfalt, öll nýsköpun þarf að búa til gæði fyrir viðskiptavinina okkar, annas erum við ekki nógu góð.
Það er þess vegna sem við erum alltaf með viðskiptavininn í forgrunni. Við fylgjumst með þróun samfélagsins og leggjum okkur fram við að búa til sjálfbærar og umhverfisvænar vörur. Síðast en ekki síst þarf innblásturinn að vera til staðar. Því frá innblæstri kemur góð nýsköpun. En hvað veitir okkur innblástur?
Innblástur getur verið margt, og það er ekki bara eitt svar hvað það er eða hvaðan það kemur. Það getur verið lagið sem gefur þér gæsahúð í bílnum á leiðinni í vinnuna. Það getur verið djúpur blár litur sem þú uppgötvar þegar þú fléttir í gegnum tímarit, og það getur verið lagið á sveppi sem þú sérð í skóginum. Eða manneskja sem heillar þig. Og jafnvel þó við séum innblásin af litastefnum, umhverfinu og náttúrunni, þá er það sérstaklega fólk sem veitir okkur innblástur.

IDÉ og innblástur
Fyrir okkur snýst þetta um savinnu. Til að skapa nýjung sem er sjálfbær og gagnleg vara, þarf gott samstarf með frjóu og skapandi ferli. Við vinnum best þegar við fáum að vinna með þér. Samband okkar við viðskiptavini okkar er okkar máttarstólpi, og við erum innblásin af því að eiga náið og opið samband við þig. Því betra sem sambandið er því betri er samvinnan. Iðnaðurinn hefur breyst og í dag erum við nær neytendanum en nokkru sinni fyrr. Í kjölfarið verða því til enn betri vörur - vörur með gildi og vörur sem slá í gegn. Fyrir okkur er góð vara, vara sem endurspeglar viðskiptavininn. Við höfum löngun til að taka þátt í ferlinu allt frá byrjun svo við getum verið skapandi saman og fundið bestu vörurnar þegar við náum markmiðinu. Það þarf ekki endilega að vera það nýjasta, nýjungagjarnasta eða heista á markaðnum - stundum er það bara einfaldur bolli með réttu skilaboðunum sem hittir í mark. Með nokkrum viðskiptavinum okkar hefjum við árið á því að setjast niður saman og fara yfir hvaða starfsemi þeir hafa skipulagt og hvaða vörur passa hvenær. Gott ferli gefur góðan árangur. Leyfðu okkur að aðstoða þig við að bæta markaðsáætlun þína og þróa vörur sem styðja við herferðina þína. Við vinnum best þegar við vinnum með þér.